Toyota Betri notaðir bílar

Starfsmenn


Einar
Einar Ágústsson
Ráðgjafi, löggiltur bifreiðasali
Sími 570 5070
Elías Þór
Elías Þór Grönvold
Ráðgjafi
Sími 570 5070
Guðmundur
Guðmundur Jónsson
Ráðgjafi, löggiltur bifreiðasali
Sími 570 5070
Hilmar Helgi
Hilmar Helgi Sigfússon
Ráðgjafi, löggiltur bifreiðasali
Sími 570 5070
Jónas
Jónas Arnarsson
Ráðgjafi
Sími 570 5070
Sigurður Ragnar
Sigurður Ragnar Guðlaugsson
Sölustjóri, löggiltur bifreiðasali
Sími 570 5070

Um okkur

Söludeild notaðra bíla rekur bílasöluna Betri notaðir bílar Kauptúni 6.
Hjá Toyota Betri notuðum bílum eru seldir Betri notaðir bílar (merktir BNB á vefnum) í eigu Toyota sem allir hafa farið í gegnum 125 punkta gæðaeftirlit Toyota. Þeir eru seldir með að lágmarki 12 mánaða ábyrgð. Þar eru einnig seldir bílar í umboðssölu.
Umboðssölubílar (merktir UB á vefnum) eru bílar sem seldir eru í umboðssölu og eru í einkaeigu viðskiptavina. Þeir bílar eru ekki í viðbótarábyrgð hjá Toyota.
Söluþóknun af umboðssölubílum er 3,9% af söluverði þeirra að viðbættum VSK, veðbókarvottorði og umskráningargjaldi hvort sem bíllinn er seldur beint eða tekinn upp í annan sem greiðsla.
Lágmarks söluþóknun er kr. 59.900 (innifalið: virðisaukaskattur, umskráning og veðbókarvottorð).

Betri notaðir bílar

 • Lágmarksábyrgð: 12 mánuðir eða 20.000 km. hvort sem kemur á undan
 • Gæðaeftirlit: 125 punkta skoðun
 • Sjö daga skiptiréttur
 • Raunhæf verðlagning
 • Tökum gamla bílinn uppí
 • Gott endursöluverð
 • Framúrskarandi þjónusta
 • Örugg og áhyggjulaus bílaviðskipti
Finna betri notaðan bíl

Umboðssölubílar

Umboðssölubílar eru í einkaeigu viðskiptavina okkar. Við mælum með því að þessir bílar séu skoðaðir gaumgæfilega og þeir sendir í söluskoðun hjá hlutlausum aðila áður en kauptilboð er gert. Á þessum bílum er ekki viðbótarábyrgð. Söluþóknun af umboðssölubílum er 3,9% af söluverði þeirra að viðbættum VSK, veðbókarvottorði og umskráningargjaldi. Lágmarks söluþóknun er 59.900 (innifalið: virðisaukaskattur, umskráning og veðbókarvottorð).
Finna umboðssölubíl

Opnunartími

mánudagur
07:45 - 18:00
þriðjudagur
07:45 - 18:00
miðvikudagur
07:45 - 18:00
fimmtudagur
07:45 - 18:00
föstudagur
07:45 - 18:00
laugardagur
12:00 - 16:00
sunnudagur
Lokað

Við erum staðsettir að Kauptúni 6, 210 Garðabær

Ábyrgðar- og gæðaskoðun

Við skoðum yfir 125 atriði í bílnum áður en hann er seldur

Vél:

 • Virkni vélar, gengur eðlilega/drepur á sér
 • Stenst mengunarmælingu
 • Síur: Olíusía, loftsía, hráolíusía
 • Vacuumslöngur og barkar
 • Olíuþrýstingur / slekkur olíuljós eðlilega
 • Pústkerfi
 • Kerti
 • Kveikjukerfi
 • Soggrein
 • Vélarfestingar, mótorpúðar
 • Hlífðarplötur undir vél
 • Vatnsdæla
 • Olíuleki (fyrir reynsluakstur og eftir reynsluakstur)
 • Vökvaleki
 • Tímareim / Tímakeðja

Kælikerfi:

 • Vatnskassi
 • Vatnskassahosur / miðstöðvarslöngur
 • Kælivifta
 • Trekt fyrir viftuspaða
 • Frostþol
 • Yfirfallskútur

Eldsneytiskerfi:

 • Eldsneytistankur
 • Eldsneytisleiðslur og slöngur

Drifrás:

 • Driföxlar
 • Öxulhosur
 • Hjöruliðskrossar
 • Hjólalegur
 • Driflæsing
 • Titringur / slag

Sjálfskipting / Gírkassi:

 • Sjálfskiptivökvi
 • Sjálfskipting: Eingöngu hægt að ræsa vél í „P“ eða „N“ (í þeim bílum sem við á)
 • Virkni sjálfskiptingar
 • Gírkassi: Eingöngu hægt að ræsa þegar stigið er á kúplingu (í þeim bílum sem við á)
 • Virkni kúplingar
 • Óeðlilegt hljóð
 • Virkni fjórhjóladrifs
 • Festingar / festingapúðar
 • Vökvaleiðslur og slöngur
 • Skiptibarkar og teinar

Hemlakerfi:

 • Hemlavökvi
 • Stöðuhemill
 • Höfuðdæla / hjálparátak
 • Hemlafetill (hæð og ástig)
 • Hemlarör
 • Hemladiskar
 • Hemlaklossar
 • Hemlaborðar
 • Hemladælur
 • ABS Kerfi

Rafkerfi:

 • Rafall / hleðsla
 • Startari
 • Rúðuþurrkur og rúðusprautur
 • Flauta
 • Rafgeymir (vökvi, tengingar, álagsprófun, ytra ástand)
 • Sjálfvirkur hraðastillir (cruise control)
 • Barnaöryggislæsingar
 • Samlæsingar
 • Mælaborð (hraðamælir, snúningshraðamælir, bensínælir, hitamælir, gaumljós og aðvörunarljós)
 • Afturrúðuhitari

Fjöðrunarkerfi:

 • Ástand undirvagns: brot eða ójöfnur, dældir, merki um viðgerðir
 • Spindilkúlur
 • Fjöðrunargormar
 • Blaðfjaðrir
 • Virkni stillanlegrar fjöðrunar
 • Jafnvægisstangir / jafnvægisstangargúmmí / jafnvægisstangarendar
 • Spyrnufóðringar
 • Dekk: þrýstingur, mynsturdýpt, samstæð/ósamstæð, titringur eða skjálfti
 • Felgur
 • Höggdeyfar framan
 • Höggdeyfar aftan

Stýrisbúnaður:

 • Stýrisendar (innri og ytri)
 • Virkni rafmagnsstýris
 • Vökvastýrisdæla
 • Slöngur / leiðslur
 • Stýristúpa og liðir
 • Hjólastilling
 • Aðdráttar- og veltistýri

Miðstöð og loftkæling:

 • Stjórntæki fyrir miðstöð, loftkælingu og loftræstingu
 • Hitastilling miðstöðvar
 • Virkni loftkælingar
 • Miðstöðvarsía / frjókornasía
 • Slöngur og leiðslur

Yfirbygging:

 • Lamir / læsing /opnun hurða
 • Lamir / opnun / læsing á vélarhlíf
 • Læsing / opnun farangursgeymslu
 • Læsing / opnun bensínloks
 • Lakk
 • Þéttikantar
 • Hliðarlistar
 • Útispeglar
 • Númerarammar og festingar
 • Framrúða

Innrétting:

 • Rúðuupphalarar
 • Stilling útispegla
 • Sóllúga
 • Klukka
 • Aksturstölva
 • 12V tengi, vindlingakveikjari
 • Teppi
 • Áklæði
 • Stilling sæta
 • Hitun / kæling sæta
 • Opnun / lokun geymsluhólfa
 • Glasahaldarar
 • Sólskyggni
 • Kælibox
 • Mælaborð / hurðaspjöld

Ljósabúnaður:

 • Aðalljós (hái og lági geisli)
 • Stöðuljós
 • Þokuljós framan
 • Þokuljós aftan
 • Númersljós
 • Stefnuljós
 • Hemlaljós
 • Bakkljós
 • Aðvörunarblikkljós
 • Inniljós
 • Mæla- og mælaborðsljós
 • Ljós í farangursgeymslu
 • Ljós í hanskahólfi

Hljómtæki:

 • Útvarp (hnappar, stillingar)
 • Geislaspilari / magasín
 • Hátalarar
 • Loftnet

Ýmislegt:

 • Lyklar og fjarstýringar
 • Varahjól / tjakkur / felgulykill / verkfæri

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðarskilmála fyrir Toyota og Lexus árgerð 2010 yngri má finna hér.
Fyrir framlengda ábyrgð Toyota Betri notaðra bíla gilda sömu skilmálar og á 4. og 5. ári í Toyota verksmiðjuábyrgð sem lesa má um hér.

Kaup á notuðum bíl

Einfalt og öruggt að kaupa bíl hjá Toyota Kauptúni.
1 - Þú finnur draumabílinn
Þú getur fundið rétta bílinn á netinu eða með því að koma til okkar í Kauptún og skoða úrvalið með eigin augum.
2 - Þú kemur með gamla bílinn til okkar í söluskoðun
Ef þú ætlar að setja notaðan bíl upp í notaðan þá þarftu að koma með gamla bílinn þinn til okkar í söluskoðun. Söluskoðun tekur oftast innan við klukkutíma og er tilvalið að skoða úrvalið og reynsluaka á meðan.
3 - Gengið frá kaupum
Eftir að söluskoðun er lokið geta sölumenn reiknað út nákvæmt innkaupsverð og reiknað út fjármögnunarleiðir. Síðan sér gjaldkeri okkar um afsalsgerð og aðra skjalavinnslu.

Hvað ber að hafa í huga við kaup á notuðum bíl

Verðbil

Fyrst er að gera sér grein fyrir hversu mikla fjárfestingu skal leggja í bíl. Ef þú ætlar að taka lán til kaupa á bíl þá eru margir möguleikar sem vert er að skoða vandlega. Það borgar sig að bera saman kjör allra helstu lánastofnana til að sjá hvar er best að taka lán. Þú getur einnig talað við sölumenn okkar sem þekkja þennan markað mjög vel og eru ávallt tilbúnir til að leiðbeina þér við val á hagstæðustu lánum hverju sinni.
Hvernig bíl?

Eftir að hafa gert sér grein fyrir því verðbili sem bíllinn má kosta þá hefst leitin að rétta bílnum. Þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hversu stóran bíl þú þarft, hver verður notkun bílsins og einnig rekstrarkostnað en þá þarf að taka tillit til ýmissra hluta s.s. trygginga, bifreiðagjalda, viðhaldi, varahlutaverði og bensínkostnað svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig finn ég rétt verð?

Til þess að vera viss um að bíllinn sé rétt verðlagður þá er nauðsynlegt að tala við viðkomandi bifreiðaumboð þess bíls sem þú leitar eftir verði á. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Bílgreinasambandsins og sjá hvað sett er á bílinn. Það getur borgað sig að fara á helstu sölustaðina og athugað hversu mikið framboð er, bæði til þess að sjá markaðsstöðu bílsins og einnig hvort þú sért að fá bílinn á samkeppnishæfu verði. Á tímum internetsins þá er einnig auðvelt að gera verðsamanburð og er þessi miðill eflaust þægilegastur svo framarlega að þú sjáir myndir af þeim bílum sem eru til sölu.
Ástand bílsins

Þegar þú hefur fundið bíl sem hentar þér þá þarf að skoða bílinn vandlega og er alltaf öruggast að fá óháðan aðila til að meta ástand bílsins á þinn kostnað. Þeim kostnaði er vel varið því þú gætir lent í að kaupa bíl sem stenst ekki væntingar þínar. Þú skalt hafa hugfast að þegar að afsali kemur þá skrifar kaupandi undantekningarlaust undir yfirlýsingu þess efnis að honum hafi verið bent á að fá óháðan aðila til að meta ástand bílsins þannig að það er um að gera að láta skoða bílinn áður en þú skrifar undir yfirlýsinguna. Flest bílaumboð láta söluskoða alla sína bíla og yfirleitt átt þú að geta fengið niðurstöðu söluskoðunar hjá þeim en það þýðir þó ekki að þú getir sett ábyrgðina á bílaumboðið því þér ber skylda til þess að skoða bílinn áður en að undirritun afsals kemur.
Eigendaferill, veðbönd og gjöld

Þú átt rétt á að sjá eigendaferil bílsins áður en þú skrifar undir afsal en þar kemur fram fjöldi eigenda og einnig ef bíllinn hefur verið í eigu tryggingarfélags.
Á útprentun úr bifreiðaskrá kemur einnig fram hvort það hvíli veðbönd á bílnum en þú skalt ekki kaupa bíl sem hvíla veðbönd á nema með milligöngu löggilts bifreiðasala. Bifreiðasali ber ábyrgð á að ganga þannig frá að allt sé löglegt.

Bifreiðagjöld eru lögð á ökutæki tvisvar á ári og greiðir seljandi bílsins gjöldin fram að söludegi og kaupandi frá undirritun afsals.
Afsalsgerð

Þegar kemur að frágangi afsals þá skal kaupandi vera búinn að kynna sér ástand bílsins og seljandi greina frá því sem hann veit um bílinn. Ef einhverjar athugasemdir koma upp við afsalsgerð skal ávallt skrá þær inn á afsalið þannig að ekki sé um villst hvers eðlis er. Ef seljandi tekur að sér að leysa kvaðir eða einhverjir fylgihlutir eiga að koma með bílnum síðar skal undantekningarlaust skrá það í afsal. Sundurliða skal greiðslur og ef greitt er með ávísun skal skrifa niður númer ávísunar á afsalið. Kaupandi skrifar sérstaklega undir að honum hafi verið bent á að láta óháðan aðila meta ástand bifreiðarinnar sbr.hér að ofan. Munið að afsalið er lykillinn að bíllinn sé eign kaupandans.
Tryggingar og eigendaskipti

Þegar lokið hefur verið frágangi afsals skal útbúin tilkynning um eigendaskipti sem báðir aðilar skrifa undir ásamt vottum. Merkja þarf síðan við hjá hvaða tryggingafélagi kaupandi ætlar að tryggja. Tilkynningunni er síðan komið á pósthús, skoðunarstöð eða til Skráningarstofunnar. Seljanda ber að greiða tilkynninguna en það er hagsmunamál beggja aðila að bifreiðin fari sem fyrst á nafn nýja eigandans því hún er opinber staðfesting á því hver eigandi bílsins er.

Senda skal strax upplýsingar til tryggingarfélagsins um nýjan eiganda þannig að bifreiðin sé tryggð á kaupanda um leið og skrifað hefur verið undir afsal.
Við lýsingu þessa er stuðst við heimildir frá FÍB

Hvað ber helst að skoða

FÍB hefur sett saman lista sem einnig gefur góða mynd hvaða þætti er gott að fara yfir þegar bifreið er skoðuð

 1. Er lakk skemmt eða sést ryð?
 2. Athugið með segli hvort gert hafi verið við með plastfylliefnum. Segullinn dregst aðeins að járni.
 3. Bendir eitthvað til að bíllinn hafi skemmst í árekstri ?
 4. Bankið í bretti þar sem þeim er fest og í kringum luktir.
 5. Athugið hugsanlega ryðmyndun og frágang ryðvarnar í hjólbogum.
 6. Móða innan á bílrúðum í þurrviðri getur verið vísbending um ryð.
 7. Athugið hvort yfirbygging hafi skekkst.
 8. Falla hurðir vel að ?
 9. Er framrúða rispuð eða skemmd eftir steinkast ?
 10. Lyftið gólfmottum til að kanna hugsanlega ryðmyndun. Athugið einnig undir mottu í farangursgeymslu og undir varadekkið.
 11. Þefið af teppum, myglulykt getur bent til leka.
 12. Skrúfið rúðurnar upp og niður, athugið slit í lömum með því að lyfta undir hurðir.
 13. Athugið kælivatn á vél - engin olía má vera í vatninu. Olía í kælivatni gæti bent til þess að "headpakkning" sé léleg eða að blokkin sé sprungin
 14. Eru óhreinindi eða olía utan á vélinni ?
 15. Athugið hvort dropar séu undir bifreiðinni. Kanna þarf hvort um sé að ræða vélarolíu, bensín, bremsuvökva, kælivatn eða annað. Sé leki getur viðgerð verið kostnaðarsöm.
 16. Lítur bifreiðin almennt út fyrir að vera illa hirt?
 17. Athugið rafgeymi, er útfelling við pólana ?
 18. Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðlilega þykk olía bendir til að vélin sé mjög slitin.
 19. Athugið smurþjónustubók.
 20. Athugið hjólbarða. Raufar í mynstri skulu vera a.m.k. 1,6 mm á dýpt þar sem þeir eru mest slitnir. Hjólbarðar eiga allir að vera af sömu gerð. Skoða þarf hvort hjólbarðar séu misslitnir. Ekki má vera hlaup í hjólum.
 21. Eru felgur dældaðar, það getur verið ábending um að bílnum hafi verið ekið óvarlega.
 22. Ræsið vélina. Hlustið eftir óeðlilegum hljóðum.
 23. Athugið útblásturskerfið.
 24. Er hlaup í stýri?
 25. Stígið fast á hemlafetil. Fótstig á ekki að fara alveg í botn, heldur á að vera gott bil niður að gólfi.
 26. Athugið höggdeyfa með því að ýta á aurbretti yfir hverju hjóli. Haldi bíll áfram að fjaðra geta höggdeyfar verið bilaðir eða ónýtir.
 27. Athugið kílómetramæli. Berið álestur saman við almennt útlit og aldur bifreiðarinnar. Reikna má með að meðalakstur sé frá 18.000 - 20.000 km á ári.

Nánari útskýringar

Hvað þýða skammstafanirnar S/D, H/B, LB og W/G?

S/D er skammstöfun fyrir Sedan sem er stallbakur (með skotti).
H/B stendur fyrir Hatchback eða hlaðbak, en bílar af þeirri tegund koma með hlera að aftan og hafa minna farangursrými.
L/B stendur fyrir Liftback, en þeir bílar koma með lengri hlera en H/B (eru jafnlangir og S/D) og lyftist afturrúða bílsins upp með hleranum.
W/G stendur síðan fyrir Wagon sem er skutbíll (station).
Hver er munurinn á Live og Active?

Live er grunnútfærsla, einfaldir og áreiðanlegir bílar. Active eru betur búnir bílar meðal annars með Toyota Touch margmiðlunarkefi og bakkmyndavél.
Hver er munurinn á Terra, Luna og Sol?

Terra, Luna og Sol eru skilgreiningar á búnaði viðkomandi ökutækis. Munurinn felst m.a. í því hvernig innrétting er í bílnum og er þá mest lagt í þá bíla sem bera Sol merkið.
Hver er munurinn á LX, GX og VX í Land Cruiser 150?

LX er grunnútfærsla. GX er með 17“ álfelgum, krómgrilli, Toyota Touch margmiðlunarkefi og bakkmyndavél ásamt tölvustýrðri miðstöð. VX er með 18“ álfegum, leðurinnréttingu, kælibox milli sæta og sjáfstæða fjöðrun.
Hver er munurinn á LX, GX og VX í Land Cruiser 120?

Toyota Land Cruiser 120 kemur í þremur útfærslum, LX, GX og VX. Munurinn á þessum útfærslum er sá að GX hefur þokuljós í stuðara, álfelgur, brettakanta, klæðningar í hliðum, ABS-hemlakerfi, háþrýstisprautu á framljósum og hituð sæti fram yfir LX bílinn. VX hefur síðan krómaða húna, útispegla og grill, leðurinnréttingu með rafstilltum sætum, toppgrindarboga og viðarmælaborð fram yfir hina tvo.