Umboðssölubílar
Umboðssölubílar (merktir UB á vefnum) eru bílar sem seldir eru í umboðssölu og eru í einkaeigu viðskiptavina.
Við mælum með að kaupandi láti ástandsskoða umboðssölubíl fyrir kaup.
Söluþóknun af umboðssölubílum er 3,9% af söluverði þeirra að viðbættum VSK, umsýslugjaldi og umskráningargjaldi.
Seljandi greiðir söluþóknunina. Þetta gildir hvort sem bíllinn er seldur beint eða tekinn upp í annan sem greiðsla.
Lágmarks söluþóknun er kr. 74.900 (innifalið: virðisaukaskattur, umskráning og umsýslugjald).
Fjármögnun
Fjármögnun er í boði við kaup á notuðum bílum og veita söluráðgjafar alla þá aðstoð sem þú þarft - allt til að gera þetta einfalt og þægilegt -
og það er síðan í þínum höndum að velja þann fjármögnunaraðila sem þér líst best á.